Aðalfundur Farskólans haldinn 10. maí. Verkefnum fjölgar verulega á milli ára.

Námsmenn voru samtals 1123 að tölu og 84 námskeið voru haldið árið 2016. Ný stjórn var kjörin til tveggja ára.

Aðalfundur Farskólans var haldinn 10. maí siðastliðinn.

Árið 2016 voru haldin 84 námskeið í Farskólanum. Námskeiðum fjölgaði um 24 á milli ára.

Kenndar voru 1.692 kennslustundir á árinu og nemendastundir voru 19.064. Nemendastundum fjölgaði um 26% á milli ára.

Námsmenn voru samtals 1123 að tölu. Það er fjölgun um 82% á milli ára. Sumir námsmenn sóttu fleiri en eitt námskeið. Þegar búið er að taka tillit til þess þá komu 744 einstaklingar (kennitölur) á eitt eða fleiri námskeið hjá Farskólanum árið 2016. Þetta er um 10% íbúa á Norðurlandi vestra.

Ný stjórn var kosin á fundinum til tveggja ára. Aðalmenn í nýrri stjórn Farskólans eru: Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor háskólans á Hólum, Guðmundur Finnbogason frá stéttarfélaginu Samstöðu, Guðrún Sighvatsdóttir frá FISK Seafood hf., Halldór Ólafsson frá sveitarfélaginu Skagaströnd og Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV.

Ársskýrsla Farskólans og ársreikningur verða birt hér á heimasíðu Farskólans eins og reglur kveða á um.

 

 

Fundarmenn á aðalfundi 2017.

Aðalfundur 2017. Frá vinstri: Andri, Guðmundur, Erla, Magnús, Þorkell, Þóra og Bryndís.

Aðalfundur 2017. Frá vinstri: Þórarinn, Guðrún og Stefanía.

Myndin sýnir búsetu námsmanna í Farskólanum árið 2016 í prósentum talið.

Myndin sýnir fjölda námsmanna, tíu ár aftur í tímann.