Aðalfundur Farskólans haldinn 29. maí. Ný stjórn var kjörin á fundinum til tveggja ára.

Árið 2018 fjölgaði þátttakendum nokkuð á námskeiðum Farskólans frá árinu á undan. Um 18% íbúa á Norðurlandi vestra sóttu námskeið hjá Farskólanum árið 2018. Konur voru 1079 og karlar voru 255 að tölu.

Aðalfundur Farskólans var haldinn 29. maí síðastliðinn. Ný stjórn var kosin á fundinum. Í stjórn Farskólans sitja:

  • Fyrir hönd stéttarfélaga: Guðmundur Finnbogason, frá Samstöðu.
  • Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra: Þorkell Þorsteinsson, skólameistari.
  • Fyrir hönd Háskólans á Hólum: Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor.
  • Fyrir hönd stofnana og fyrirtækja: Bryndís Lilja Hallsdóttir, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
  • Fyrir hönd sveitarfélaga: Rakel Runólfsdóttir, Húnaþingi vestra.

 

 

Eldri stjórn eru þökkuð góð störf undanfarin tvö ár.

Heildarvelta Farskólans fyrir árið 2018 var rúmar 74 milljónir. Fjöldi námskeiða var 106. Kennslustundir voru: 1.899 og nemendastundir voru: 20.234. 

Þátttakendur árið 2018 voru samtals: 1.335. Konur voru 1.079 og karlar voru 255. Meðalaldur námsmanna var 46 ár. Flestir voru 55 ára. Elsti þátttakandinn var 73 ára og sá yngsti var 15 ára. Ef þeir þátttakendur eru dregnir frá sem komu oftar en einu sinni á námskeið þá voru þátttakendur (kennitölur) 947 að tölu. Það eru rúmlega 13% af íbúum á Norðurlandi vestra.

Lesa má nánar um starfið í Farskólanum árið 2018 í ársskýrslu Farskólans sem finna má hér á heimasíðunni.

Myndir er af stjórn Farskólans, sem er nýfarin frá. Frá vinstri: Erla Björk Örnólfsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Þorkell Þorsteinsson, Bryndís Þráinsdóttir, Halldór Ólafsson og Guðmundur Finnbogason.