Aðalfundur Farskólans haldinn 8. júní

Þátttakendur á námskeiðum árið 2019 voru samtals 1557. Konur voru 1027 og karlar voru 530. Samtals voru haldin 120 námskeið og fyrirlestrar á árinu 2019.

Árið 2019 voru þátttakendur á námskeiðum Farskólans 1557 að tölu. Konur voru 1027 og karlar voru 530. Kennslustundir voru 1917 og nemendastundir voru 21 þúsund. Meðaldur þátttakenda var 45 ár, sá elsti var 74 ára og sá yngsti var 15 ára.

Rekstrartekjur skólans árið 2019 voru 87,5 milljónir króna. 

Í stjórn Farskólans sitja:

Fyrir hönd stéttarfélaga: Guðmundur Finnbogason, Samstöðu. Fyrir hönd Háskólans á Hólum situr Erla Björk Örnólfsdóttir, fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra situr Ingileif Oddsdóttir, fyrir hönd sveitarfélaga situr Rakel Runólfsdóttir frá Húnaþingi vestra og fyrir hönd fyrirtækja og stofnana situr Bryndís Lilja Hallsdóttir. Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Fyrir hönd stjórnar er starfsfólki, samstarfsaðilum og námsmönnum þakkað gott samstarf undanfarin ár.

Ársskýrsla og ársreikningur verða birt á heimasíðu Farskólans.