Átján Fisktæknar útskrifast frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Samstarfsverkefni Farskólans, FNV, Fisktækniskóla Íslands og FISK seafood hf.

Í dag útskrifuðust 18 Fisktæknar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fisktækninámið, sem var samstarfsverkefni Farskólans, Fjölbrautaskólans, Fisktækniskólans og FISK seafood hf, hefur staðið yfir í tvö skólaár.

Vorið 2014 fór hópurinn í raunfærnimat á móti námskrá í Fisktækni. Síðan hófst námið haustið 2014. Farskólinn sá um að kenna svokallaðan Grunnmenntaskóla en hann innihélt bóklegu greinar Fisktækninámsins.

Nýtt Fisktækninám fer af stað haustið 2016.

Farskólinn óskar Fisktæknum til hamingju með daginn.

Fisktæknihópurinn ásamt fulltrúum Farskólans, FNV, Fisktækniskólans og FISK.

Jóhanna Eiríksdóttir tekur við sínu skírteini.

Það getur tekið tíma að fá alla til að brosa...