Farskólinn samstarfsaðili að málþingi um málefni framhaldsfræðslunnar

Málþing um aukna hæfni til starfa í atvinnulífinu og um gæðamál í framhaldsfræðslu var haldið á Egilsstöðum, miðvikudaginn 26.febrúar.

Mjög góð þátttaka var á málþinginu sem sótt var af 50 manns sem komu víðs vegar af landinu. Fjöldi erinda var á fluttur og eru kynningar aðgengilegar hér neðar á síðunni.

Fyrri hluti málþings fjallaði um aukna hæfni til starfa í atvinnulífinu og meðal erinda þar var umfjöllun um starfstengt nám hjá leikskólaliðum og félagsliðum og athyglisverð umfjöllun um átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur.

2014-02-26 09.55.56 - Copy

Seinni hluti málþingsins var helgaður umfjöllun um gæðamál í framhaldsfræðslu og gæðastjórnun í atvinnulífinu. Þar voru einnig flutt fjölmörg spennandi erindi, til dæmis flutti Agnes H. Gunnarsdóttir ABS sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli skemmtilegt erindi um gæðastýringu í atvinnulífinu og fjallaði sérstaklega um gæðastaðla sem Alcoa þarf að uppfylla, Bergþór Þormóðsson fjallaði um úttektir á gæðakerfum og Guðfinna Harðardóttir um þróun gæðastarfs í framhaldsfræðslu en miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin ár sérstaklega hvað varðar skjalavörslu og upplýsingastreymi.

2014-02-26 10.17.47

Fjórar símenntunarstöðvar; Austurbrú, Þekkingarnet Þingeyinga, Farskólinn og Framvegis stóðu að málþinginu í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Málþingið er liður í Evrópuverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytisins - Lifelong learning programme – Að styrkja fullorðinsfræðslu á Íslandi.

 

Dagskrá:  

09:15 - Setning málþings.
Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneytinu sagði frá umsókn í Menntaáætlun Evrópusambandsins, almennt um tilurð verkefnisins/ málþingsins og setti það í samhengi við önnur málþing sem hafa verið haldin.

 

 09:30 - Íslenski hæfnirammin - þrepaskipting náms
Þórdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytinu ræddi um hæfnirammann á "fræðilegum" nótum enda er hann nefndur í umsókn. Hún sagði frá stöðunni og hvað þetta þýðir við námsskrárgerð framtíðarinnar.

09:50 - Nýjar námsskrár.  Nám til að auka hæfni til starfa í atvinnulífinu - tengingar við hæfnirammann  
Halla Valgeirsdóttir, sérfræðingur frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnti vinnubrögð við gerð nýrra námsskráa, allt frá greiningu á fræðsluþörfum til ritunar námsskrár.  Rætt var um stöðuna hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og áframhaldandi þróun.  Hvað þarf að hafa í huga við gerð námsskrár til að uppfylla skilyrði um hæfniþrep.

10:10 - Verkfærni í framleiðslu hjá Marel
Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri, Mími - símenntun sagði frá samstarfi atvinnulífs, fræðsluaðila og stéttarfélaga.   Það er komin námsskrá sem er dæmi um nám sem skipulagt er af atvinnulífinu og sett á hæfniþrep.  

10:50 - Aukin hæfni - starfstengt nám
Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Mími - símenntun.  

11.10 - Nám er vinnandi vegur, reynsla framhaldsskóla
Sesselja Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sagði frá reynslu framhaldsskóla af þátttöku í stóru verkefni eins og þessu.

11:30 - Reynslusögur
Nemendur úr Nám er vinnandi vegur.

11:40 - Menntastoðir
Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum ræddi um hugmyndina að baki Menntastoðum, hverjir taka þátt, karlar, konur, aldur o.s.frv.  Hvað verður um þá sem ljúka menntastoðum og gengi í námi bæði í Menntastoðum og framhaldinu.

12:00 - Reynslusaga.
Nemandi úr menntastoðum, myndband.

13:00 - Kröfur um gæðastarf í framhaldsfræðslu
Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneytinu fjallaði um lögbundnar kröfur, viðurkenningu fræðsluaðila o.fl.

14:00 - Þróun gæðastarfs og viðmiða í framhaldsfræðslu
Guðfinna Harðardóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fjallaði um þróun EQM gæðakerfisins og framtíðarsýn FA í gæðamálum.

14:30 - Gildi gæðastjórnunar í atvinnulífinu
Agnes Hólm Gunnarsdóttir, ABS sérfræðingur hjá Alcoa fjallaði um gæðastýrinug hjá Alcoa Fjarðaál.

15:20 - Reynsla af innleiðingu og notkun gæðakerfis í símenntunarstarfi
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga

15:50 - Gæðastarf og -kerfi í skólakerfinu
Féll niður vegna veikinda.

16:20 - Samantekt

140226 malthing logo