Brúarnám fyrir leikskólaliða- og stuðningsfulltrúa á Norðurlandi vestra.

Ekki er hægt að taka við fleiri skráningum vegna þess hversu þátttakendur eru orðnir margir.

Nokkrar kröfur eru gerðar til þeirra sem ætla sér að fara í brúarnámið. Þátttakendur verða meðal annars að vera orðnir 22 ára, hafa starfað á leikskóla eða í grunnskóla í þrjú ár og hafa sótt starfstengd námskeið upp á að lágmarki 230 kennslustundir. Þátttakendur þurfa einnig að vera vel tölvufærir þar sem verkefnaskil fara fram á netinu.

Brúarnámið stendur yfir í tvö ár og fer fram í Námsverunum á svæðinu. Kennsluaðferð er svokölluð vendikennsla, sem þýðir að þátttakendur hlusta á fyrirlestra heima ásamt því að lesa námsefnið og í kennslustundum vinna þátttakendur verkefni sem lögð eru þar fyrir.

Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri, Jóhann Ingólfsson og Sandra Hilmarsdóttir sem sinnir náms- og starfsráðgjöf.

Myndin er tekin við slit Fagnámskeiðs3 á Hvammstanga 2012.