Farskólinn á ferðinni

Starfsfólk Farskólans verður með fundi í námsverunum frá 20. febrúar til 27. febrúar. Þjónusta Farskólans verður kynnt ásamt því að boðið verður upp á frían fyrirlestur um sterka liðsheild.

Skráðu þig hér

Farskólinn á ferðinni

Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd og Sauðárkrókur

Við, hjá Farskólanum, viljum kynna þér hvað við erum að gera hjá Farskólanum og bjóða þér á stuttan fyrirlestur í leiðinni um sterka liðsheild.

Hvað vilt þú vita meira um?

 

  • Stutt tómstundanámskeið?
  • Námskeið sem tengist vinnunni þinni? Til dæmis Svæðisleiðsögn eða opna smiðju – Beint frá býli?
  • Fara aftur í nám, til dæmis í félagsliðanám eða leikskólaliða- og stuðningsfulltrúanám nú eða Skrifstofuskólann?
  • Fá náms- og starfsráðgjöf?
  • Skoða raunfærnimat?
  • Taka áhugasviðspróf?

Þetta og fleira viljum við kynna og við viljum líka heyra hvað þér finnst.

Hvað viltu að Farskólinn geri fyrir þig?

 

Frír fyrirlestur um „sterka liðsheild“.

Þorgrímur Þráinsson, verður sérstakur gestur, og heldur erindi um sterka liðsheild. Hvað getum við lært af landsliðinu í fótbolta? Hvert er „leyndarmál“ landsliðsins?  Hann ræðir mikilvægi samstöðu, dugnaðar, vináttu og gleði sem einkennir liðið. Við getum lært heilmikið af liðinu og heimfært margt yfir á daglegt líf okkar og störf.

 

Við verðum á eftirtöldum stöðum að þessu sinni:

·         Blönduós – Kvennaskólinn. Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17:00 – 19:00.

·         Sauðárkrókur – Farskólinn við Faxatorg. Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 19:00 – 21:00.

·         Skagaströnd – námsstofan við Einbúastíg. Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17:00 – 19:00.

·         Hvammstangi – Fjarnámsstofan. Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00 – 19:00.

 

Upp á húsrúm að gera er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn.

Síminn í Farskólanum er: 455 – 6010, í tölvupósti á farskolinn@remove-this.farskolinn.is og einnig má skrá sig á heimasíðu Farskólans www.farskolinn.is.

Eigum saman góða stund og ræðum málin og hlustum á skemmtilegan fyrirlestur.

 

Starfsfólk Farskólans.

 

 

 

 

Mynd frá SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.