Farskólinn útskrifar leikskólaliða og stuðningsfulltrúa að loknu tveggja ára námi. Grunnmenntaskólanum slitið.

Þann 26. maí útskrifaði Farskólinn þrjá hópa; samtals 29 námsmenn.

Þann 26. maí síðastliðinn útskrifaði Farskólinn þrjá námshópa úr vottuðu námi. 

Úr Grunnmenntaskólanum útskrifuðust 14 námsmenn. Þessi Grunnmenntaskóli er hluti af Fisktækninámi, en því námi lýkur vorið 2018 og er haldið í samstarfi við FNV, FISK, og Fisktækniskóla Íslands. Námsgreinar Grunnmenntaskólans voru: Námstækni og samskipti, íslenska 1 og íslenska 2, enska, stærðfræði, færnimappa og upplýsingatækni.  Verkefnastjóri var Halldór Gunnlaugsson.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Fimmtán námsmenn útskrifuðust af leikskólaliðabrú og hafa því hlotið starfsheitið leikskólaliðar. Þrettán af þeim útskrifuðust einnig sem stuðningsfulltrúar.  Námið var skipulagt í samstarfi vð SÍMEY - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Verkefnastjóri var Jóhann Ingólfsson.

Fleiri myndir frá útskriftinni má sjá á Facebooksíðu Farskólanum.

Farskólinn óskar námsmönnum til hamingju með áfangann og óskar öllum velfarnaðar í framtíðinni.

 

 

Útskrift úr Grunnmenntaskólanum

Grunnmenntaskólinn. Nokkra námsmenn vantar.

Útskrift úr Grunnmenntaskólanum.

Leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar. Á myndina vantar nokkra.

Frá útskrift af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú.

Frá útskrift af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú.

Frá útskrift af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú.