Fimm íslenskunámskeiðum lokið á vorönn hjá Farskólanum

Góðar vonir standa til þess að framhaldsnámskeið verði haldin á haustönn 2016

Það er mennta- og menningarmálaráðuneytið sem veitir styrki til íslenskukennslunnar. Farskólinn sótti um að fá að kenna átta námskeið árið 2016 en fékk styrki til að halda sex námskeið. Það er ánægjulegt að góður gangur sé í íslenskunámskeiðunum þetta vorið. Samanlagt voru þetta 48 námsmenn sem luku náminu og var hvert námskeið 60 kennslustundir.

Á Hvammstanga voru haldin tvö námskeið. Eitt fyrir byrjendur og annað fyrir lengra komna. Leiðbeinandi var Sigrún Þórisdóttir, sérkennari og náms- og starfsráðgjafi.

Á Blönduósi var haldið eitt byrjendanámskeið. Leiðbeinandi var Hörðurn Ríkharðsson, grunnskólakennari. Hörður er duglegur við að fara ótroðnar slóðir í sinni kennslu og fékk hann tvo grunnskólanemendur sem eru af elendu bergi brotnir, til að vera með í tímum og aðstoða við að túlka.

Á Sauðárkróki voru tvö námskeið. Annað var almennt námskeið fyrir byrjendur. Leiðbeinandi var Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari. Hitt námskeiðið var fyrir starfsmenn FISK hf.; Búlgara sem starfa hjá fyrirtækinu. Með hópnum var íslensk kona sem túlkaði. Leiðbeinandi var Kristín Einarsdóttir, grunnskólakennari og ferðamálafrömuður. 

Jóhann Ingólfsson, er verkefnastjóri íslenskunámskeiðanna hjá Farskólanum. 

Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá námskeiðsslitunum. Þess ber að geta að ekki gátu allir mætt á slitin.

Hópurinn á Hvammstanga.

Íslenskuhópurinn á Blönduósi.

FISK hópurinn.

Íslenskuhópurinn á Sauðárkróki.