Fræðslustarfið í Farskólanum er farið af stað. Námsvísir er í vinnslu.

Nám í svæðisleiðsögn hófst 23. janúar. Þátttakendur koma víða að.

Strax eftir áramótin hófst nám á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og á Félagsliðabrú. Námið er samstarfsverkefni tveggja fræðslumiðstöðva. Kennt er í gegnum SKYPE. Verkefnastjórar námsins eru: Jóhann Ingólfsson og Sandra Hilmarsdótttir.

Grunnnámskeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu hófst 9. janúar og lauk 16. janúar. Alls útskrifuðust 24 starfsmenn FISK úr náminu. Námsmenn voru bæði íslenskir og erlendir. Verkefnastjórar voru Bryndís Þráinsdóttir og Jóhann Ingólfsson.

Námskeið fyrir HSN eða Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru farin af stað. Framundan eru starfstengd námskeið eins og ,,RAI - homecare", skyndihjálp, námskeið í SÖGU, tölvum, sár og sárameðferð og fleira. Hér er um samstarfsverkefni þriggja fræðslumiðstöðva að ræða. Verkefnastjóri fyrir hönd Farskólans er Halldór Gunnlaugsson.

Námskeið fyrir sveitarfélagið Skagafjörð fara af stað fljótlega. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson.

Íslenska fyrir útlendinga er á fullu, bæði á Sauðárkróki og Hvammstanga. Á Blönduósi bíður hópur eftir því að geta farið af stað. Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson.

Í gangi eru námskeið fyrir Vinnumálastofnun. Verkefnastjóri er Sandra Hilmarsdóttir.

Námskeið fyrir Fjölmennt eru í undirbúningi. Sandra Hilmarsdóttir er verkefnastjóri.

Nám í Svæðisleiðsögn er hafið í samstarfi við MK. Námið stendur yfir í tvær annir. Verkefnastjóri er Kristín Einarsdóttir.

,,Fræðslustjóri að láni" mun hefjast í Húnaþingi vestra í febrúar. Gert er ráð fyrir að Bryndís Þráinsdóttir og Sandra Hilmarsdóttir muni sjá um þá greiningarvinnu.

Námsvísir Farskólans er í vinnslu. Hann kemur í hús fljótlega eftir næstu mánaðarmót (janúar/febrúar).

Farskólinn minnir á náms- og starfsráðgjöf Farskólans sem stendur öllum fullorðnum til boða án endurgjalds.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá útskrift úr grunnnámskeiði fyrir starfsfólk í fiskvinnslu.