,,Fræðslustjóri að láni" til sveitarfélagsins Skagafjarðar

Farskólinn, sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar, skrifa undir samstarfssamning um ,,Fræðslustjóra að láni".

Verkefnið ,,Fræðslustjóri að láni" hjá sveitarfélaginu Skagafirði hófst formlega í kringum áramótin. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við stjórnendur sveitarfélagsins.

Starfsmenn Farskólans starfa með stýrihópi en í honum sitja sjö starfsmenn sveitarfélagsins Skagafjarðar frá hinum ýmsu deildum og sviðum. Stýrihópurinn er að leggja lokahönd á viðhorfskönnun sem lögð verður fyrir starfsfólk sveitarfélagsins. Út úr þessari vinnu allri á kemur fræðsluáætlun fyrir almenna starfsmenn sveitarfélagsins til næstu ára. 

Stefnt er að því að kynna niðurstöður verkefnisins í lok maí næstkomandi.

 

 

Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans, Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, Arna Jakobína Börnsdóttir, framkvæmdastjóri Kjalar og Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitamenntar.