Fréttir af námskeiðum Farskólans, hvaða námskeið eru farin af stað og hvað er á döfinni?

Núvitund og matarfíkn á Blönduósi. Skyndihjálp í Skagafirði og íbúafundur á Skagaströnd um menntamál

Fræðsluárið hefst með góðum fræðsluverkefnum.

Tvö stór skyndihjálparnámskeið fóru fram í janúar fyrir sveitarfélgið Skagafjörð og fleiri námskeið eru í pípunum næstu vikurnar.

Hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki hafa verið hadin þrjú námskeið um ,,húmor og hamingju" með Eddu Björgvins og Önnu Lóu. Auk þess námskeið í skyndihjálp.

Í gangi eru fimm námskeið í íslensku fyrir útlendinga; tvö á Hvammstanga, eitt á Blönduósi og tvö á Sauðárkróki og þar af annað í samvinnu við FISK.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er í fullum gangi. Í því námi eru 18 nemendur á tveimur stöðum; Sauðárkróki og Blönduósi.

"Viskí námskeið með Snorra Guð" verður haldið á Sauðárkróki föstudaginn 26. febrúar. Mjög góð þátttaka er á námskeiðið sem verður haldið í húsnæði Farskólans við Faxatorg og hefst klukkan 19:00.

Námskeiðið ,,Hvernig náum við tökum á áti og þyngd" verður haldið á Blönduósi laugardaginn 27. febrúar í Sal Samstöðu á Blönduósi. Námskeiðið hefst klukkan 09:00. Leiðbeinandi er: Esther Helga Guðmundsdóttir. 

Námskeið um ,,núvitund með Tolla" verður haldið á Blönduósi í Kvennaskólanum laugardaginn 5. mars og hefst námskeiðið klukkan 09:00. Léttur hádegisverður er innifalinn í verði námskeiðsins.

Í undirbúningi eru meðal annars: Námskeið fyrir dyraverði, starfslokanámskeið og námskeið fyrir Fjölmennt.

Íbúafundur verður haldinn á Skagaströnd um menntamál fimmtudaginn 10. mars klukkan 17:30. Fundurinn verður haldinn í Höfðaborg. Við hvetjum alla íbúa til að mæta á fundinn.

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og skrá sig sem fyrst ef áhugi vaknar fyrir námskeiðum. Síminn hjá Farskólanum er: 455 - 6010.