Fréttir af námskeiðum Farskólans. Tolli Morthens er á leiðinni í Skagafjörðinn með námskeið um núvitund.

Námskeiðum með Kollu grasalækni lokið. Námskeið um þjálfun hunda er í gangi á Sauðárkróki og annað að fara af stað á Hvammstanga.

Fréttir af tómstundanámskeiðum.

Góð mæting var á námskeiðin; Gigt og grasalækningar og Detox sem Kolla grasalæknir hélt á vegum Farskólans laugardaginn 24. janúar.

Í gangi er námskeið fyrir hundaeigendur á Sauðárkróki og annað í pípunum á Hvammstanga.

Tolli Morthens kemur 31. janúar og heldur námskeið í núvitund. Þátttaka er mjög góð.

Framundan er einnig námskeið í kolateikningu ef þátttaka næst.

Auk þess er verið að kenna Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Það námskeið er kennt í gegnum fjarfundabúnað til Blönduóss og Skagastrandar.

Tveimur námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga lýkur í lok janúar.

Fisktækninám er í fullum gangi á Sauðárkróki.