Fréttir af námskeiðum í Farskólanum og þeim námskeiðum sem framundan eru

Námskeið í úrbeiningu tókst vel. Námskeið í útimósaík stendur yfir. Mörg námskeið auglýst á næstunni.

Laugardaginn 2. nóvember var haldið námskeið í útbeiningu hjá Farskólanum. Námskeiðið var haldið í Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. Leiðbeinendur voru Stefán Stefánsson og Ágúst Andrésson. Námskeiðið var samtals 12 kennslustundir eða átta klukkustundir.

Föstudaginn 8. nóvember hófst námskeið í gerð útimósaíks á Sauðárkróki. Þátttakandur hittast tvisvar með leiðbeinanda sínum, Ástu Búadóttur.

Framundan eru námskeið í skyndihjálp á Skagaströnd, námskeið í handmálun og spaða á Blönduósi og tölvunámskeið á Hvammstanga fyrir byrjendur. Á Sauðárkróki verður námskeið í að prjóna fingravettlinga.

Næstu daga verða nokkur námskeið auglýst í staðarmiðlum og á Facebooksíðu Farskólans.

 

Sigga Kára leggur mósaík á sína hellu.

Ási mundar hnífinn.

Bryndís Lilja ber sig fagmannlega.

Stefán sýnir réttu handtökin.

Hópurinn með Stefáni.

Svona á að bera sig að við að úrbeina stórgrip.

Ein aðferð við að búa til hellu með skrauti.

Ásta Búadóttir, leiðbeinandi, fyrir miðju.

Dæmi um hellu. Eftir er að fúa.

Hópurinn samankominn ásamt leiðbeinanda.