Fréttir af námskeiðum í Farskólanum - starfsmenn á ferð og flugi vegna námskeiða

Fimm námskeið haldin sama daginn; tvö á Hvammstanga, eitt á Skagaströnd og þrjú á Sauðárkróki.

Nú þegar haustönnin er rúmlega hálfnuð er ekki úr vegi að fara aðeins yfir hvernig haustið hefur gengið. Hér verða talin upp helstu verkefni:

Fyrir þá sem eru í markhópi Farskólans (almenning):

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum". Leiðbeinendur á haustönn: Arnfríður Arnardóttir og Gísli Árnason.
 • Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú". Leiðbeinendur: Ýmsir.

Fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa eftirtalin námskeið verið haldin: 

 • ,,Sigraðu sjálfan þig". Leiðbeinandi var Ingvar Jónsson, markaðsfræðingur.
 • ,,Að veita framúrskarandi þjónustu". Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun.
 • ,,Skyndihjálp". Bæði lengri og styttri námskeiðin. Leiðbeinandi: Karl Lúðvíksson.

Fyrir starfsfólk HSN - Heilbrigðisstofnunar Norðurlands:

 • ,,Þjónandi leiðsögn". Leiðbeinendur: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir og Brynja Vignisdóttir.
 • ,,Sigraðu sjálfan þig". Leiðbeinandi: Ingvar Jónsson.
 • ,,Líknar og lífslokameðferð". 
 • ,,Starfslokanámskeið". Leiðbeinendur: Ýmsir.

Námskeið sérstaklega ætluð bændum. Allir eru þó velkomnir á þessi námskeið. Eitt af hlutverkum Farskólans er að sinna atvinnulífinu. Áhersla varðandi fræðslu fyrir atvinnulífið er þessi misserin á bændastéttina á Norðurlandi vestra. Námskeiðin eru flest haldin í Vörusmiðju BioPool á Skagaströnd. Meðal annars:

 • ,,Matarsmiðja - Beint frá býli".  Leiðbeinendur: Páll Friðriksson, kjötiðnaðarmeistari og Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari, ásamt fleirum.
 • ,,Úrbeining á kind". Leiðbeinandi: Páll Friðriksson.
 • ,,Fars-, pylsu- og bjúgnagerð". Leiðbeinandi: Páll Friðriksson.
 • ,,Hrápylsugerð". Leiðbeinandi Páll Friðriksson.

Námskeið fyrir stéttarfélögin. Farskólinn er í samstarfi við stéttarfélögin Ölduna, stéttarfélag, Kjöl, stéttarfélagið Samstöðu, SFR og Verslunarmannafélag Skagafjarðar um að bjóða félagsmönnum upp á námskeið sem þeir þurfa ekki að greiða fyrir. Námskeiðin eru:

 • ,,Álag, streita og kulnun". Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson.
 • ,,Langar þig að vera óstöðvandi?" Leiðbeinandi: Bjartur Guðmundsson.
 • ,,Allt um Google". Leiðbeinandi: Hermann Jónsson.

Íslenskunámskeið fyrir innflytjendur. Námskeið eru hafin á Sauðárkróki og Hvammstanga: leiðbeinendur eru: Sara Níelsdóttir og Sigrún Þórisdóttir.

Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra. Tvö námskeið eru hafin á Sauðárkróki og fleiri eru á döfinni.

 • ,,Smáréttir". Leiðbeinandi er: Ásta Búadóttir.
 • ,,Þrekþjálfun". Leiðbeinandi er: Guðrún Tryggvadóttir.

Námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Einu námskeið er lokið; ,,Kvíði barna og unglinga". Leiðbeinandi: Sólveig Rósa Davíðsdóttir, sálfræðingur.  Námskeið í skyndihjálp er á döfinni.

Frá námskeið í úrbeiningu.