Fréttir af námskeiðum nú þegar haustönn er meira en hálfnuð

Undirbúningur vegna náms í Svæðisleiðsögn vel á veg kominn. Námið verður auglýst aftur á næstu dögum.

Brúarnám fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og félagsliða er í fullum gangi og er námskeið í skyndihjálp framundan fyrir hópinn. Þrjú íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru komin af stað. Tvö á Sauðárkróki og eitt á Hvammstanga. Námskeið á Blönduósi hefst á nýju ári. Grunnmenntaskólinn hófst í september og er hann hluti af Fisktækninámi í samstarfi við FNV, FISK og Fisktækniskóla Íslands.

Nokkur námskeið hafa verið haldin fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og Heilbrigðisstofnun Norðurlands og halda þau verkefni áfram á komandi ári.

Farskólinn fer í verkefnið ,,Fræðslustjóri að láni" hjá Húnaþingi vestra eftir áramótin.

Nú er unnið að því að skipuleggja nám í Svæðisleiðsögn. Gert er ráð fyrir 15 þátttakendum og vonandi næst í lágmarkshópi í þetta sinn. Verkefnið er unnið í samstarfi við SSNV.

Vinna við Námsvísi vorannar 2017 er hafinn. Allar ábendingar og tillögur eru vel þegnar um ný námskeið og verkefni.

Framundan eru próf í öllum námsverum á Norðurlandi vestra. Þeir háskólanemar sem ekki stunda fjarnám sjá sér hag í því að koma á heimaslóðir og taka prófin þar. Það er sjálfsagt mál svo framarlega sem viðkomandi háskóli samþykkir það.

Myndin er tekin af skólaliðum í Skagafirði sem sóttu námskeið í tölvum fyrr í haust.