Fréttir af námskeiðum og öðrum verkefnum í Farskólanum.

Eitt hundrað námskeið hafa verið haldið það sem af er árinu 2017 hjá Farskólanum. Námskeið fyrir stofnanir og stéttarfélög áberandi.

Það sem af er árinu hafa verið haldin eitt hundrað námskeið hjá Farskólanum. Árið 2015 voru námskeiðin 60 að tölu. Árið 2016 voru þau 84 og nú stefnir í að námskeið fari yfir eitt hundrað. Námskeiðin eru af öllum stærðum og gerðum; allt frá löngu námi fyrir verðandi leikskólaliða og stuðningsfulltrúa til styttri námskeiða eins og næringarfræði, viskínámskeiðs eða skyndihjálpar, svo dæmi séu tekin. Árið verður gert upp í ársskýrslu Farskólans sem birtast mun hér á heimasíðunni í fyllingu tímans.

Þær vottuðu námsleiðir sem eru í gangi nú á haustönn eru félagsliðabrú og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum.

Þrjú íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendu bergi brotið hófust nú á haustönn. Samanlagt verða námskeiðin fimm á á árinu.

Nokkur námskeið hafa verið haldin fyrir starfsfólk HSN - Heilbrigðisstofnunar Norðurlands ásamt námskeiðum fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hjá báðum þessum stofnunum er unnið eftir fræðsluáætlunum sem settar voru upp í kjölfar verkefnanna ,,Fræðslustjóri að láni".

Gott samstarf er við stéttarfélög á svæðinu og hefur fjöldi manns sótt námskeið í konfektgerð, næringarfræði og floti (fljóta - slaka - njóta).

Tvö námskeið eru í gangi fyrir fólk með fötlun; tvö sundnámskeið og jóganámskeið. Einu námskeiði í silfursmíði fyrir þennan hóp er lokið.

Myndin er tekin við lok námskeiðs í næringarfræði sem haldið var á Blönduósi í nóvember 2017.