Fréttir af námskeiðahaldi hjá Farskólanum

Í gangi eru fjölmörg námskeið; Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, Skrifstofuskólinn, Íslenska fyrir útlendinga, Nám fyrir ferðaþjónustuaðila og frumkvöðla, saumanámskeið og fleira. Smelltu á fyrirsögn fréttarinnar og lestu meira...

Nóg hefur verið að gera í námskeiðahaldi hjá Farskólanum það sem af er ári.

Eftirtöldum námskeiðum er lokið og við minnum á að hægt er að halda þau aftur síðar fyrir nýja hópa.

 • Núvitund með Tolla.
 • Gigt og grasalækningar og Detox með Kollu grasalækni.
 • Siðfræði og samskipti með Arnrúnu Arnórsdóttur.
 • Jóganámskeið með Guðbjörgu Bjarnadóttur.
 • Saga og smökkn Viskís með Snorra Guð.

Eftirtalin námskeið eru í gangi:

 • Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Námsgreinar eru: Íslenska, enska, stærðfræði og danska. Fjarkennt er til Blönduóss og Skagastrandar. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson. Náminu lýkur í lok maí.
 • Skrifstofuskólinn. Mikil áhersla er lögð á tölvugreinar. Fjarkennt er frá Sauðárkróki til Hvammstanga. Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson. Skrifstofuskólanum lýkur í október.
 • Íslenska fyrir útlendinga, 60 kennslustundir. Námskeiðið er nýhafið. Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson.
 • Námskeiðsröð fyrir ferðaþjónustuaðila og frumkvöðla. Námskeiðin eru haldin á fjórum stöðum; á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson. Námskeiðin eru:

  • Stofnun, stjórnun og rekstur fyrirtækja (nýlokið). Leiðbeinandi var Hildur Magnúsdóttir.
  • Upptaka myndefnis, klipping og frágangur. Leiðbeinendur eru: Árni Gunnarsson og Árni Rúnar Hrólfsson.
  • Ljósmyndir sem kynningarefni. Leiðbeinandi verður Gunnhildur Gísladóttir.
  • Markaðssetning á netinu. Leiðbeinandi er Ingvi Hrannar Ómarsson.

 • Hundaþjálfun. Tvö námskeið í gangi; á Hvammstanga og Sauðárkróki. Leiðbeinandi er Steinar Gunnarsson, sérfræðingur í þjálfun hunda.
 • Spjaldtölvur, námskeið. Leiðbeinandi er Björn Ingi Björnsson.

Framundan eru nokkur námskeið:

 • Saumanámskeið, annað á Blönduósi og hitt á Sauðárkróki. Þemað er ,,kjóll og leggings". Leiðbeinandi er Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskerameistari.
 • Heilsa og hollusta. Fyrirlestur á Blönduósi með ,,Pure Ebbu".
 • Orkering. leiðbeinandi verður: Linda Björk Óladóttir. 

Nánari upplýsingar um námskeið má finna hér á heimasíðunni, í síma 455-6010 og hjá verkefnastjórum.

 

 

Snorri Guð messar yfir þátttakendum um sögu viskís og síðan var smakkað.

Ingólfur Jóhannsson var einn af þeim sem sóttir sér fróðleik um viskí.

Hópurinn samankominn í Farskólanum.