Fréttir úr starfi Farskólans

,,Beint frá býlí" hefiur verið í fullum gangi ásamt ,,Námi og þjálfun". Þrjú íslenskunámskeið eru hafin. Verið er að vinna að gæðamálum og stefnu Farskólans til að uppfylla kröfur um nýja evrópska reglugerð um persónuvernd.

Nóg hefur verið að gera í námskeiðahaldi nú á vorönn.  

Opna smiðjan ,,Beint frá býli" hefur verið í gangi frá því í lok janúar. Þátttakendur útskrifast í apríl. Nýtt námskeið hefst eftir sumarfrí í Húnavatnssýslum. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson.

,,Nám og þjálfun" hófst í október og þeirri námsleið lýkur í lok maí. Nú stendur yfir kennsla í dönsku og íslensku. Verkefnastjóri er Bryndís Þráinsdóttir.

Þrjú íslenskunámskeið eru farin af stað; eitt á Hvammstanga og tvö á Sauðárkróki. Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson.

Námskeið fyrir fatlað fólk er í gangi; bæði myndlistarnámskeið og tónlistarnámskeið. Umsjónarmaður er Sandra Hilmarsdóttir.

Auk ofangreindra verkefna eru haldin námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Skagafjarðar og starfsfólks HSN - heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Námskeið fyrir starfsfólk KS fara af stað á næstunni.

Fræðsluáætlun fyrir starfsfólk hjá Húnaþingi vestra hefur verið auglýst og send út. 

Af öðrum verkefnum er það að frétta að ársskýrsla vegna ársins 2017 er á lokametrunum. Gæðaúttekt fer fram í Farskólanum í lok maí og er þó nokkur vinna í kringum gæðamálin þessar vikurnar meðal annars endurskoðun gæðahandbókar. Síðan er unnið að því að uppfylla nýjar kröfur um persónuvernd og móta stefnu Farskólans í þeim efnum.  Farskólinn hefur tekið INNU í notkun. Í framtíðinni geta námsmenn séð þar þær einingar sem þeir hafa fengið í námi sínu hjá Farskólanum.

Myndin er tekin þegar einn af íslenskuhópum þessa skólaárs fagnaði útskrift.