Fyrirmynd í námi fullorðinna 2019

Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð í Skagafirði og námsmaður í Farskólanum valinn fyrirmynd í námi fullorðinna

 

Framtíðin hér og nú var yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og NVL sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 28. nóvember. Á fundinum voru Herdísi Ósk Sveinbjörnsdóttur, tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þresti Heiðari Erlingssyni, tilnefndur af Farskólanum, á Norðurlandi vestra, veittar viðurkenningar sem fyrirmyndir í námi fullorðinna árið 2019. Viðurkenningin og verðlaunin sem henni fylgja eru veitt einstaklingum sem hafa breytt stöðu sinni á vinnumarkaði eftir þátttöku í úrræðum FA.
Verðlaunin voru spjaldtölvur í boði Advania auk viðurkenningaskjala og blómvanda frá FA (Frétt tekin af vef FA).

Þröstur var námsmaður í matarsmiðjunni - Beint frá býli. Hann hefur auk þess sótt fleiri námskeið í Farskólanum sem sérsniðin voru að þörfum bænda.

Farskólinn óskar Þresti til hamingju með viðurkenninguna. 

Þröstur Heiðar.

Frá vinstri: Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Þröstur, Ragnheiður kona hans og Brynjólfur, sonur þeirra.