Fyrrum námsmaður í Farskólanum valinn fyrirmynd í námi fullorðinna 2017

Ólafur Björn Stefánsson, pípulagningarmeistari, fékk viðurkenningu á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þann 30. nóvember síðastliðinn fengu tveir tveir námsmenn framhaldsfræðslunnar viðurkenningu sem ,,fyrirmyndir í námi fullorðinna".

Frá MSS - miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hlaut Jana Kharatian viðurkenningu, en hún kemur frá Armeníu og hefur búið hér á landi í mörg ár og lokið meðal annars íslenskunámskeiðum og leikskólaliða- og stuðningsfulltrúanámi. 

Fyrrum námsmaður í Farskólanum, Ólafur Björn Stefánsson, hlaut einnig viðurkenningu. Ólafur var námsmaður í vottuðu námsleiðinni  ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" og fór einnig í raunfærnimat í pípulögnum. Ólafur lauk meistaranámi í pípulögnum síðastliðið vor frá Tækniskóla Íslands. Viðtal við Ólaf má lesa í Námsvísi sem kom út haustið 2017 og hægt er að nálgast viðtalið hér á heimasíðu Farskólans (á forsíðu).

Þetta er í fjórða skiptið sem námsmenn í Farskólanum fá viðurkenningu sem fyrirmyndir í námi fullorðinna.

Farskólinn óskar Ólafi til hamingju með viðurkenninguna.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, veitir Ólafi viðurkenningu.

Ólafur Björn Stefánsson segir frá skólagöngu sinni á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 30. nóvember síðastliðinn. Ljósmynd: Áslaug Bára Loftsdóttir.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, veitir Ólafi viðurkenningu. Ljósmynd: Áslaug Bára Loftsdóttir.

Frá vinstri. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS - miðstöðvar símaenntunar á Suðurnesjum, Sveinn Aðalsteinsson, Ólafur, Kristín Þóra Harðardóttir, formaður stjórnar FA og Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans. Ljósmynd: Áslaug Bára Loftsdóttir.

Ljósmynd: Áslaug Bára Loftsdóttir.