Farskólinn óskar öllum gleðilegs nýs árs

Nýtt námskeiðsár er hafið hjá Farskólanum. Ný námskeið eru að hefjast og þar á meðal Skrifstofuskólinn.

Starfsfólk Farskólans hlakkar til að takast á við nýtt námskeiðsár. Árið 2019 voru haldin 119 námskeið í Farskólanum. Þátttakendur voru 1.513 og nemendastundir voru 19.960. 

Starfsfólk er á fullu að ljúka við skipulagningu vorannar, bæði hvað varðar námskeiðahald, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat. Framundan er gæðaúttekt í Farskólanum, ársskýrsla er í smíðum og persónuverndarstefna skólans handan við hornið.

Eins og á síðasta ári kemur ekki út námsvísir nú í byrjun ársins en í staðinn dreifir Farskólinn einblöðungi með helstu námskeiðum á hverjum stað fyrir sig á Norðurlandi vestra.

Við hlökkum til að hitta ykkur. Síminn í Farskólanum er: 455 - 6010 og sími ráðgjafa skólans er: 455 6160. Netfang Farskólans er: farskolinn@farskolinn.is.

 

 

Ljósmyndin er tekin á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins en þar var Þröstur Heiðar Erlingsson, annar af tveimur, valinn fyrirmynd í námi fullorðinna 2019.