Farskólinn óskar öllum gleðilegs nýs námskeiðsárs.

Námsvísir vorannar er í vinnslu. Nám á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hafið á ný. Launabókhaldi nýlokið. Námskeið í skyndihjálp framundan.

Farskólinn óskar öllum gleðilegs nýs árs. Nýtt ár - nýjar áskoranir.

Námsvísir er í vinnslu. Hann kemur vonandi út fyrir næstu mánaðarmót.

Nám er hafið á ný á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Á vorönn verða umfjöllunarefnin: Hegðun og atferlismótun, Uppeldisfræði 203 og Fötlun 103.

Fisktækninámið heldur áfram á vorönn og útskrifast hátt í tuttugu Fisktæknar frá FNV nú í vor.

Nokkur námskeið fara af stað á næstunni og má þar nefna Skyndihjálp fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands og fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Námskeiðið ,,Húmor og heilsa" með Eddu Björgvins verður haldið í lok janúarmánaðar fyrir HSN.

Námskeið í launabókhaldi var haldið í janúar, samtals 20 kennslustundir, því lauk 13. janúar.

Endilega verið með okkur á vorönn 2016.

Sími Farskólans er: 455 - 6010.

 

 

Frá námskeið í launabókhaldi. Fleiri myndir á Facebooksíðu Farskólans.