Haustönn í undirbúningi - Námsvísir kemur í öll hús í lok ágúst

Grunnmenntaskóli, Fisktækni. Svæðisleiðsögn, Jarðlagnatækni, Félagsliðanám, nám fyrir stuðningsfulltrúa og leikskólaliða, íslenska fyrir útlendinga, dyravarðanám, tómstundanám og nám fyrir atvinnulífið...

Hjá Farskólanum stendur yfir undirbúningur haustannar. Námsvísir er langt kominn og verður hann borinn í hús um mánaðarmótin ágúst/september.

Mörg námskeið eru þegar komin hér á heimasíðuna og hægt er að skrá sig á þau nú þegar.

Myndirnar eru frá námskeiðinu ,,Húmor og hamingja" sem haldið var á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og Sauðárkróki á vorönn 2016.

Velkomin í Farskólann skólaárið 2016 - 2017.