Hjúkrunarfræðinemar koma saman í Farskólanum við Faxatorg

Hjúkrunarfræði kennd til Norðurlands vestra. Fjórir nemendur úr Austur - Húnavatnssýslu og Skagafirði stunda fjarnám í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Hjúkrunarfræðinemar hittust í Farskólanum til að vinna saman verkefni. Að öllu jöfnu sitja þær í fjarfundabúnaði á Blönduósi og Sauðárkróki til að hlusta á fyrirlestra. Farskólinn óskar þeim góðs gengis í náminu.