Íslenskunámskeiðin að fara af stað hjá Farskólanum - íslenskar kennitölur skipta máli

Íslenska 1, fyrir byrjendur, hefst á Sauðárkróki þriðjudaginn 26. janúar. Námskeið á Blönduósi hefst fljótlega og námskeið á Hvammstanga er í undirbúningi.

Íslenskunámskeiðin eru að hefjast hjá Farskólanum. Fyrsta námskeiðið hefst 26. janúar og verður það haldið í Farskólanum við Faxatorg. Námskeiðið er ætlað byrjendum. Leiðbeinandi er Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari.

Á Blönduósi er kominn hópur og námskeið í undirbúningi.

Á Hvammstanga er einnig verið að undirbúa námskeið.

Á öllum stöðum verða námskeiðin auglkýst rækilega á næstunni.

Verkefnastjóri íslenskunámskeiðanna er Jóhann Ingólfsson. Síminn hjá honum er: 455 - 6011 og 893 - 6011. Netfang: johann@farskolinn.is

Til athugunar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið niðurgreiðir íslenskunámskeiðin en aðeins fyrir þá þátttakendur sem hafa fengið íslenskar kennitölur.