Íslenskunámskeiðum, fyrir fólk af erlendu bergi brotið, lokið hjá Farskólanum

Góð þátttaka hefur verið á íslenskunámskeiðin undanfarin misseri

Haustið 2014 voru haldin tvö íslenskunámskeið á Sauðárkróki, annað fyrir byrjendur og hitt fyrir lengra komna. Á nýliðinni vorönn var síðan haldið eitt námskeið fyrir blandaðan hóp. Leiðbeinandi á þessum námskeiðum var Sara Níelsdóttir, framhaldsskólakennari.

Við lok námskeiðanna gera leiðbeinandi og þátttakendur sér glaðan dag. Í þetta sinn fór hópurinn saman á Micro bar og fékk sér pítsu.

Ný námskeið hefjast aftur í haust og verða vonandi haldin á fleiri stöðum á starfssvæði Farskólans.

Jóhann Ingólfsson, heldur utan um íslenskunámskeiðin hjá Farskólanum.