Mikill áhugi á íslenskunámskeiðum hjá Farskólanum

Skólaárið 2013 - 2014 hafa verið haldin fimm námskeið fyrir fólk af erlendu bergi brotið hjá Farskólanum

Mikill viðsnúningur hefur orðið hjá Farskólanum varðandi íslenskunám fyrir fólk af erlendm uppruna. Fimm námskeið hafa verið haldin á þessu skólaári um allt Norðurland vestra. Á Hvammstanga var haldið eitt námskeið, á Blönduósi tvö námskeið og þar af annað svokallað tilraunanámskeið þar sem farnar eru nýjar leiðir í kennslunni og tvö námskeið í Skagafirði.

Á þremur þessara námskeiða voru aðstoðarkennarar eða túlkar en það var eindregin ósk þeirra sem sóttu námskeiðin að túlkur væri til staðar.

Kennarar námskeiðanna voru: Sigrún Þórisdóttir, Sara Níelsdóttir og Hörður Ríkharðsson. Túlkar voru: Á Hvammstanga var Vilém Cahel, á Blönduósi var Pawel Mickiewicz  og á Sauðárkróki var Anna Katarzyna Szafraniec

Tveimur námskeiðum er lokið. Jóhann Ingólfsson er verkefnastjóri með íslenskunámskeiðunum. Nánar verður sagt frá þeim síðar, þegar allar ,,tölur eru komnar í hús", varðandi endanlegan þátttakendafjölda.