Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hefst í október.

Endilega komdu og vertu með okkur í vetur. Við munum kenna: Íslensku 102 og 202, ensku 102, 202 og 212, dönsku 102 og stærðfræði 102 og 122.

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er tilvalið fyrir þá sem fóru ekki í framhaldsskóla á sínum tíma en hafa hug á því að gera það núna. Nám og þjálfun er fyrir þá sem vilja ljúka sveinsprófi en eiga bóklegu greinarnar eftir.

Kynnið ykkur málið í Námsvísi Farskólans eða á heimasíðunni. Námskrána má skoða á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Sjá:  http://frae.is/files/Almennargreinar_930832405.pdf

Náms- og starfsráðgjafi Farskólanns aðstoðar einstaklinga sem vilja fara í nám. Það kostar ekkert að hitta hann, bara taka upp tólið og hringja í síma 455 - 6010.