Námi í svæðisleiðsögn lýkur í desember 2017

Nám í svæðisleiðsögn haldið í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi og SSNV

Í desember útskrifast væntanlega níu svæðisleiðsögumenn frá Farskólanum. Námið er kennt í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi - Leiðsöguskólann. Helgina 25. og 26. nóvember komu námsmenn saman á námskeiði í skyndihjálp sem er hluti námsins.

Ráðinn var sérstakur verkefnastjóri til að halda utan um námið; Kristín Einarsdóttir, grunnskólakennari og leiðsögumaður. 

Námsmenn komu víða af Norðurlandi vestra; tveir komu úr Húnaþingi vestra, þrír frá Skagaströnd og fjórir úr Skagafirði. Hátíðleg útskrift fer fram fljótlega eftir áramótin.

Námið var styrkt af SSNV - samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.