Námskeið framundan á Blönduósi og Hvammstanga - Sjá einnig á Facebooksíðu Farskólans

Handmálun og spaði þar sem þátttakendur mála eina mynd með olíu og nota spaða til verksins. Tölvunámskeið á Hvammstanga fyrir byrjendur og saumanámskeið á Hvammstanga, þar sem saumað er úr prjónaefni úr íslenskri ull frá prjónastofunni Kidka. Tilvaldar jólagjafir.

Hér á heimasíðunni er hægt að skrá sig á eftirtalin námskeið:

Handmálun og spaði á Blönduósi. Námskeiðið verður haldið 28. nóvember. Nánari upplýsingar hjá Farskólanum. Á Facebook síðu Tobbu Óskarsdóttur má sjá myndir sem gerðar voru á námskeiðum til dæmis á Vesturlandi.  Allt efni innifalið í verði.

Saumanámskeið á Hvammstanga. Námskeiðið verður haldið 26. nóvember og hefst klukkan 16:00. Á þessu námskeiði, sem haldið er í samvinnu við Kidka á Hvammstanga, verður saumað úr prjónuðu efni sem saumastofan framleiðir.

Tölvunámskeið fyrir byrjendur á Hvammstanga. Leiðbeinandi verður Oddur Sigurðarson. Hver og einn þátttakandi fær einstaklingsbundna kennslu. SKráningar standa yfir.

Það má skrá sig á öll námskeiðin hér á heimasíðu Farskólans. Eins má hringja í síma 455 - 6010 eða senda tölvupóst á farskolinn@remove-this.farskolinn.is.