Námskeið framundan hjá Farskólanum.

Nýr Skrifstofuskóli hefst í lok febrúar. Námsmenn koma víða að og kennt verður í námsverum. Námskeið fyrir þá sem starfa í ferðaþjónstunni hefjast í febrúar og verða þau haldin á þremur stöðum á Norðurlandi vestra. Sjá meira...

Fréttir af starfinu.

  • Hjá Farskólanum hefst nýr Skrifstofuskóli í lok febrúar. Enn er hægt að skrá þig í námið. Námið er 240 kennslustundir. Verkefnastjóri er Jóhann Ingólfsson. Sjá nánar á heimaíðunni undir námskeið.
  • Námskeiðsröð fyrir frumkvöðla og þá sem starfa innan ferðaþjónustunnar hefst í lok febrúar. Hér er um þrjá námskeiðspakka að ræða og í hverjum pakka eru fjögur námskeið. Skráningar standa yfir og er námskeiðin í Skagafirði að fyllast. Námskeiðin verða einnig haldin í A - Húnavatnssýslu og í Húnaþingi vestra. Verkefnastjóri er Halldór Gunnlaugsson og veitir hann nánari upplýsingar.
  • Fisktækninámið er á áætlun. Þessar vikurnar læra námsmenn ensku og íslensku samkvæmt námskrá námsins.
  • Verslunarnám er í undirbúningi. Að öllum líkindum hefst það nú á vorönn.
  • Vel gengur að skrá á grunnnámskeið í hundaþjálfun á Hvammstanga.

Námskeiðum sem er nýlokið:

  • Tveimur námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga lauk í vikunni. Góð mæting var á bæði námskeiðin. Skráningar eru hafnar í ný námskeið og hefjast þau nú á vorönn. Verkefnastjóri var Jóhann Ingólfsson.
  • Lokið er námskeiðum í núvitund með Tolla og grunnnámskeiði í þjálfun hunda. Skráningar eru hafnar á ný námskeið í hundaþjálfun.

Náms- og starfsráðgjafi Farskólans er á ferðinni eins og undanfarin misseri, um allt svæðið okkar. Það kostar ekkert að fá viðtal hjá honum.

Sími Farskólans er: 455 - 6010.

Tolli sjálfur eftir góða hugleiðslugöngu í fagurri náttúru Skagafjarðar.

Námsmenn í íslensku fyrir útlendinga,

Hluti námsmanna á framhaldsnámskeiði í íslensku.

Núvitund á göngu.

Bjössi Mikk og Tómas Árdal á hundanámskeiði.