Námskeið fyrir frumkvöðla og þá sem starfa innan ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra að hefjast

Námskeiðin eru haldin um allt Norðurland vestra - styrkur fékkst til verkefnisins úr verkefninu ,,Menntun núna í Norðvesturkjördæmi".

Námskeiðin eru samtals fjögur og verða haldin á þremur stöðum á Norðurlandi vestra; Í Farskólanum á Sauðárkróki, í sal Samstöðu á Blönduósi og í Fjarnámsstofunni á Hvammstanga.

Námskeiðin eru:

 

  1. Stofnun, stjórnun og rekstur fyrirtækja
  2. Upptaka myndefnis, klipping og frágangur
  3. Markaðssetning á netinu og
  4. Ljósmyndun og vinnsla á myndum sem kynningarefni

Sjá nánari lýsingar á heimasíðunni undir ,,Námskeið".

Skráningar hafa verið framar vonum og er orðið fullsetið á suma hluta.

Halldór B. Gunnlaugsson er verkefnastjóri námskeiðanna.

Auglýsing sem send var út á ferðaþjónustuaðila.

Stundatafla - athugið að breytingar geta orðið á stundaskrá með stuttum fyrirvara.