Námskeið fyrir sveitarfélagið Skagafjörð í kjölfar verkefnisins ,,Fræðslustjóri að láni"

Samskiptanámskeið og skyndihjálp framundan hjá starfsmönnum - skráningar í síma 455 - 6010

Í kjölfar verkefnisins ,,Fræðslustjóri að láni" sem Farskólinn vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð var unnin fræðsluáætlun til næstu missera. Fræðsluáætlunin er komin í framkvæmd.

Þegar hafa verið haldin fjögur námskeið í skyndihjálp fyrir starfsfólk.

Framundan eru námskeið í samskiptum sem Anna Lóa Ólafasdóttir, ráðgjafi leiðbeinir. Anna Lóa starfar sem náms- og starfsráðgjafi hjá SÍMEY - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og skrifar reglulega frábæra pisla á heimasíðu sína: www.hamingjuhornid.is. 

Námskeið í skyndihjálp eru einnig framundan. Karl Lúðvíksson, skyndihjálparkennari og einn sá besti í faginu leiðbeinir á þeim námskeiðum.

SKRÁNINGAR Í SÍMA 455 - 6010 OG Á NETFANGIÐ: farskolinn@remove-this.farskolinn.is 

Farskólinn og sveitarfélagið Skagafjörður hvetja starfsfólk til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til að efla sig í starfi.

Anna Lóa og hópur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.

Það verða ,,slys" á námskeiðunum hans Kalla í skyndihjálp.

Anna Lóa og hópur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.