Námskeið haustannar hafin hjá Farskólanum

Það eru laus pláss í ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" hjá Farskólanum - námskeiðið hefst um leið og þátttöku er náð. Góð þátttaka er í ,,Skrifstofuskólann".

Tvö námskeið eru hafin á haustönn hjá Farskólanum. Þau eru ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum", framhald frá því á vorönn og ,,Skrifstofuskólinn". Skráningar standa yfir í nýtt námskeið í bóklegu greinunum sem hefst vonandi sem fyrst.

Framundan eru námskeið í íslensku fyrir útlendinga á Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki, bjórnámskeið, jóganámskeið og fleira.

Á heimasíðunni er hægt að skrá sig á öll námskeið Farskólans eða hringja í síma 455 - 6010.

Hér má sjá þátttakendur á rafsuðunámskeiði í Farskólanum vorið 2013.