Námskeið í samstarfi við SSNV í fullum gangi

Námskeiðin um vörumerki, boðmiðlun, markaðsáætlun og markaðssetningu eru vel sótt

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Farskólinn bjóða upp á fjögur námskeið fyrir frumkvöðla og þá sem standa að rekstri fyrirtækja eða hafa hug á því að stofna fyrirtæki. Námskeiðin eru í boði um allt Norðurland vestra. Námskeiðin í Skagafirði eru nú hálfnuð. Hvert námskeið er samtals átta klukkustundir að lengd og er kennt í fjögur skipti. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Leiðbeinandi er Magnús Bjarni Baldursson, atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Magnús hefur mikla reynslu markaðsmálum, bæði sem starfandi í faginu og sem leiðbeinandi.

Námskeiðin eru haldin á þriðjudögum og miðvikudögum og er aðsókn í SKagafirði góð.

Frá námskeiði um markaðssetningu.