Námskeið og verkefni framundan í Farskólanum

Námskeið um hreyfingu og næringarfræði, starfslokanámskeið, skyndihjálp, smíðar, dans og fleira.

Fréttir úr starfi Farskólans og hvað er framundan í mars og byrjun apríl.

Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú er í fullum gangi. Náminu lýkur í maí. Jóhann Ingólfsson stýrir verkefninu. Félagsliðabrú hófst síðastliðið haust. Því námi lýkur vorið 2018. Sandra Hilmarsdóttir er verkefnastjóri. Grunnmenntaskólanum lýkur í maí. Hann er hluti af Fisktækninámi sem haldið er í samstarfi við FNV og Fisktækniskóla Íslands. Halldór Gunnlaugsson er verkefnastjóri Grunnmenntaskólans. 

HASSP námskeiði er nýlokið. Þrettán sóttu námskeiðið, sem stóð yfir í tvo daga og þótti takast vel. Verkefnastjóri var Halldór Gunnlaugsson.

Námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélagsins Skagafjarðar standa yfir. Þar er áhersla lögð á skyndihjálp og næringu og hreyfingu. Námskeið fyrir HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru þessa dagana. Áherslan er á tölvur og sérhæfð skyndihjálparnámskeið þetta vorið.

Fyrir Fjölmennt - fullorðinsfræðslu fatlaðra eru tvö námskeið þessar vikurnar; dansnámskeið og smíðanámskeið. Sandra Hilmarsdóttir er verkefnastjóri.

Framundan eru:

  • Starfslokanámskeið, 8., 15., og 22. mars. Skráningar eru í Farskólanum. Verlkefnastjóri er Bryndís Þráinsdóttir.
  • Nokkur námskeið verða haldin í boði stéttarfélaganna Samstöðu, SFR og Kjalar. Námskeið í ræktun kryddjurta og matjurta og námskeið í skrautskrift. Sjá nánari dagsetningar hér á heimasíðunni undir námskeið. Þar er einnig hægt að skrá sig. Halldór Gunnlaugsson er verkefnastjóri.
  • Útskurðarnámskeið verður haldið 22. og 23. apríl. 
  • Námskeið fyrir dyraverði er í deiglunni nú á vorönn. Jóhann Ingólfsson er verkefnastjóri.
  • Næringarfræði fyrir fróðleiksfúsa verður haldið 24. mars. 

Við látum hér staðar numið en minnum á Facebook síðu Farskólans. Þar birtast fréttir af starfinu og ljósmyndir frá námskeiðum.

Að lokum minnir Farskólinn á ráðgjöfina.  Ráðgjöfin kostar ekkert. Sandra Hilmarsdóttir, ráðgjafi, tekur vel á móti þeim sem óska eftir að koma í náms- og starfsráðgjöf.

HASSP hópurinn. Leiðbeinandi var Klemens Sæmundsson, frá Fisktækniskóla Íslands (lengst til hægri).

Frá útskrift í Skyndihjálp. Starfsmenn KS.

Frá útskrift í Skyndihjálp, starfsmenn KS.

Frá útskrift úr íslenskunámskeiði fyrir útlendinga. Sauðárkrókur.

Frá útskrift úr íslenskunámskeiði á Hvammstanga.

Mynd frá Skyndihjálparnámskeiði. Dæmi um það hvernig þátttakendur æfa sig við raunverulegar aðstæður.