Námskeiðið ,,Lesið í skóginn - tálgað í tré" haldið um helgina á Sauðárkróki

Mikil ánægja með námskeiðið, sem auglýst var í Námsvísi Farskólans síðastliðið haust. Margir gripir voru tálgaðir úr birki, ösp, víði og fleiri tegundum.

Námskeiðið ,,Lesið í skóginn - tálgað í tré" var haldið í smíðastofu Árskóla um helgina. Almenn ánægja var með námskeiðið. Leiðbeinandi var Ólafur Oddsson, verkefnastjóri hjá Skógrækt ríkisins.

Sjá frétt á vef Skógræktar ríkisins um námskeiðið  hér.

Sjá einnig frétt á vef Feykis um námskeiðið  hér.

Með fylgja nokkrar myndir frá námskeiðinu.