Námsmenn úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum útskrifast

Farskólinn vinnur markvisst að því að hækka menntunarstig á Norðurlandi vestra, til dæmis með því að auðvelda þeim sem starfa við iðngreinar að ná sér í réttindi.

Í dag, fimmtudaginn 4. júní, útskrifaði Farskólinn tvo hópa. Í fyrsta lagi námsmenn úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og námsmenn sem tóku þátt í ferðaþjónustunámskeiðum í Skagafirði. Eftir er að útskrifa ferðaþjónustuhópana í Austur - Húnavatnssýslu og í Húnaþingi vestra.

Nokkrir þeirra sem útskrifast í dag eru að ná sér í réttindi í sinni iðngrein. Sem dæmi má nefna pípulagningarmenn og trésmiði. Einhverjir stefna að því að klára framhaldsskólann og enn aðrir ætla beint í háskólagátt eða háskólabrú.

Verkefnastjóri Náms og þjálfunar og ferðaþjónustunámskeiðanna var Halldór Gunnlaugsson.

Fleiri myndir á Fecebook síðu Farskólans.

 

 

Frá útskrift.

Halldór, verkefnastjóri, Bryndís, framkvæmdastjóri Farskólans og Þorkell, aðstoðarskólameistari FNV ræðs málin.

Frá útskrift.

Hluti hópsins sem útskrifaðist úr Námi og þjálfun vorið 2015.

Þessar voru fulltrúar þeirra sem luku ferðaþjónustunámskeiðunum.