Námsvísir er kominn inn á öll heimili og í öll fyrirtæki á Norðurlandi vestra

Í boði eru yfir 60 námskeið ásamt viðtölum við þrjá fullorðna námsmenn í Farskólanum um lesblindu, fyrra og núverandi nám og fleira.

Námsvísir Farskólans fyrir vorönn 2014 er kominn út.

Í Námsvísinum kennir ýmissa grasa. Yfir 60 námskeið eru auglýst í blaðinu ásamt viðtölum við námsmenn sem lýsa reynslu sinni, bæði af fyrra námi og af námi í Farskólanum. 

Meðal nýmæla er Handverkssmiðja sem kallast ,,Í Grettisgreipum" og er ætlum markhópi Farskólans og styrkt af Fræðslusjóði. Handverksfólk á Norðurlandi vestra er hvatt til þess að kynna sér hana. Einnig má finna jóganámskeið, námskeið um grasalækningar, smíðar á upphækkuðum gróðurkössum, lestur ársreikninga og fleira og fleira.

Farskólinn kemur líka á fót námskeiðum eftir óskum einstaklinga og hópa.