Námsvísir Farskólans fyrir haustið 2018 kominn út

Áherslan er á atvinnulífið á Norðurlandi vestra og þetta haustið er áherslan á námskeið fyrir bændur. Einnig er boðið upp á íslenskunámskeið fyrir innflytjendur svo dæmi séu tekin.

Námsvísir Farskólans fyrir haustið 2018 er kominn út. Hann fer í pósti inn á öll heimili og fyrirtæki á Norðurlandi vestra.

Í skipulagsskrá Farskólans segir meðal annars: ,,Farskólinn skal leitast við að greina þarfir fyrir fræðslu á þjónustusvæði sínu og einbeita sér jafnt að atvinnulífinu sem einstaklingum." Í þessu blaði er áherslan á bændastéttina, með öðrum orðum á námskeið fyrir bændur, bæði stór og smá. 

Viðtal blaðsins er einnig við bónda eða Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur, bónda að Brúnastöðum í Fljótum. Þar segir hún meðal annars frá námskeiðinu ,,Matarsmiðju - Beint frá býli" og því sem hún og maður hennar eru að skipuleggja í tengslum við heimavinnslu afurða.

Ekki má gleyma því að í blaði eins og Námsvísinum er aldrei hægt að auglýsa alla þá fræðslu sem er í boði hverju sinni. Á heimasíðunni, undir námskeið, má hins vegar sjá það sem er í boði. Það er einnig hægt að óska eftir því að Farskólinn skipuleggi fræðslu eftir höfði hvers og eins.

Verið velkomin í Farskólann.