Námsvísir haustannar 2013 er kominn í öll hús á Norðurlandi vestra

Tómstundanámskeið - vottað nám til eininga eins og ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum" og ,,Skrifstofuskólinn" - starfstengd námskeið - tungumál - náms- og starfsráðgjöf og fleira.

Námsvísir haustannar er kominn inn á öll heimili og fyrirtæki á Norðurlandi vestra. Í Námsvísinum má finna námskeið af ýmsum toga: tómstundanámskeið, vottað nám til eininga, tungumál og starfstengd námskeið. Sjón er sögu ríkari.

Starfsfólk Farskólans reynir að fylgjast vel með hvaða námskeið fólk hefur áhuga á að sækja og tekur einnig þakklátt við öllum ábendingum.

Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 9. september en það er ,,Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum", framhald frá því á vorönn. Nýtt námskeið er í burðarliðnum sem hefst fljótlega.

Skrifstofuskólinn hefst um miðjan mánuðinn. Enn eru laus sæti í það nám.