Námsvísir haustannar kominn út

Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú, félagsliðabrú, Grunnmenntaskólinn (Fisktækni), Svæðisleiðsögn, íslenska sem annað mál, tómstundanám og fleira.

Þá er Námsvísir haustið 2016 kominn út. Í honum gætir ýmissa grasa. Áhersla er lögð á námskeið tengd atvinnulífinu á svæðinu svo sem eins og ferðaþjónustunni, frumkvöðlum, fiskvinnslu og fleiru.

Tómstundanámskeið eru einnig auglýst; matargerð, vín, postulínsmálun, bókband, trésmíði, víravirki, olíumálun og fleira.

Nú er um að gera að skrá sig sem fyrst á þau námskeið sem vekja áhuga.