Nóg að gera hjá Farskólanum - fréttir af námskeiðum

Faxatorgið iðar af lífi ... íslenska fyrir útlendinga, launabókhald, Fisktækniskólinn og Nám og þjálfun. Framundan eru námskeið í hundaþjálfun, saumaskap og fleira.

Það var nóg að gera í Farskólanum þriðjudaginn 4. nóvember.

Iðan fræðslusetur hélt námskeiðið ,,Gæðakerfi, einyrkjar og undirverktakar". Góð mæting var á námskeiðið sem stóð allan daginn.

Vinnueftirlitið var með tveggja daga námskeið fyrir ,,öryggistrúnaðarmenn og verði". Góð mæting var á námskeiðið.

Klukkan 18:00 hófust á vegum Farskólans tvö námskeið. Annað er  ,,íslenska fyrir útlendinga" og er þetta annað af tveimur námskeiðum sem byrja nú í nóvemberbyrjun. Hitt námskeiðið er námskeið í ,,launabókhaldi" og er það fullsetið. Jóhann Ingólfsson, verkefnastjóri, hefur umsjón með íslenskunni og launabókhaldinu.

Kennsla fer fram í Farskólanum fjögur kvöld vikunnar þetta skólaár. 

Launabókhald.

Námskeið á vegum Iðunnar.

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn.

Íslenska fyrir útlendinga.

Íslenska fyrir útlendinga.

Sara Níelsdóttir, kennari.

Launabókhald.

Elísabet, kennari í launabókhaldi.