Nóg að gera í Skrifstofuskólanum - boðið upp á dagnám á vorönn 2014

Námsmenn læra saman á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga

Skrifstofuskólinn hófst í lok september. Skrifstofuskólinn er ein af vottuðum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til allt að 18 framhaldsskólaeininga. 

Skrifstofuskólinn er kenndur frá Sauðárkróki og sitja námsmenn þar og á Blönduósi og Hvammstanga og er kennt í gegnum fjarfundabúnað. Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára og eldra, er með stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því.

Verkefnastjóri námsins er Jóhann Ingólfsson.

Á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins má sjá námskrá Skrifstofuskólans.

Á vorönn 2014 býður Farskólinn upp á nám í Skrifstofuskólanum á dagtíma. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námið eru hvattir til að setja sig í samband við Farskólann í síma 455 - 6010.

Hluti hópsins á Sauðárkróki.

Hluti hópsins á Sauðárkróki.

Sauðárkrókur.

Námsmenn á Hvammstanga, séð í gegnum sjónvarp.

Námsmaður á Blönduósi, en hann situr í grunnskólanum.

Sigríður Svavarsdóttir kennir verslunarreikning og bókhald.