Nýr verkefnastjóri ráðinn til Farskólans

Sandra Hilmarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri með náms- og starfsráðgjöf sem sérsvið.

Nýr náms- og starfsráðgjafi hefur verið ráðinn til Farskólans. Sandra Hilmarsdóttir er Sauðkrækingur og mun hún  ljúka meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf næsta haust. Farskólinn býður Söndru velkomna til starfa.