Nýtt skólaár að hefjast í Farskólanum - verið velkomin í Farskólann

Lýsingar á námskeiðum eru komnar á heimasíðuna - náms- og starfsráðgjöf verður áfram í boði án endurgjalds.

Starfsfólk Farskólans er komið til starfa eftir sumarfrí. Námskeiðslýsingar eru að tínast inn á vefinn okkar.

Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú heldur áfram í vetur og útskrifast námsmenn af henni vorið 2020. Hér er um vottað nám að ræða.

Áherslan er áfram á námskeið sem efla fólk í starfi. Meðal annars eru mörg námskeið sérstaklega sniðin að þörfum bænda en þó eru þau opin öllum áhugasömum. Þessi umræddu námskeið eru haldin í samstarfi við SSNV og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd.

Nokkur námskeið verða haldin í samstarfi við fræðslusjóði og stéttarfélög auk þess sem unnið er áfram eftir fræðsluáætlunum sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

Íslenskunámskeið eru að fara af stað á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.

Boðið verður áfram upp á náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat eins og undanfarin ár og munið að þessi þjónusta er ókeypis.

Nýjar áherslur í vottuðu námi eru í pípunum og má þar nefna listnám, sem kynnt verður nánar síðar.

Verkefnastjórar Farskólans; Bryndís, Halldór og Jóhann taka við ábendingum og hugmyndum að nýjum námskeiðum í síma 455 6010. Endilega verið í sambandi.