Opin smiðja - Beint frá býli að hefjast í Farskólanum

Smiðjan er kennd í samstarfi Farskólans, SSNV - samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd

Í smiðjunni sem hefst 22. janúar er lögð áherslu á hugmyndafræði ,,Beint frá býli". Í smiðjunni verður fjallað um hreinlætis- og örverufræði, vélar og tæki sem þarf til vinnslu (aðallega kjöts), hráefnisfræði, kröfur hins opinbera og lög og reglugerðir. Úrvinnslu kjöts, næringargildi, aukaefni, markaðssetningu, framleiðslu á eigin vöru og rekstur og afkomu ásamt fleiru.

Hver og einn fær heilan dag í vörusmiðju BioPol til að þróa og vinna sína vöru undir handleiðslu sérfræðings. Námskeiðinu lýkur í lok mars.

Þátttakendur sækja fyrirlestra í námsverið á Faxatorgi en fyrirlestrarnir verða auk þess teknir upp þannig að hægt verður að horfa á þá síðar ef þátttakendur komast ekki í einstaka tíma.

Leiðbeinendur eru: Guðrún Kristín Eiríksdóttir, Halldór B. Gunnlaugsson, Magnús Baldursson, Páll friðirksson og Þórhildur Jónsdóttir.

Halldór Gunnlaugsson er verkefnastjóri smiðjunnar. Síminn hjá honum er: 455 - 6013.

Stefnt er að því að halda aðra smiðju síðar á árinu ef áhugi reynist vera fyrir henni.