Raunfærnimat í skipstjórn - Kynningarfundur mánudaginn 28. apríl klukkan 16:30 í námsverum á starfssvæði Farskólans.

Hefur þú áhuga á að ná þér í stýrimanns- eða skipstjórnarréttindi?Raunfærnimat gæti hentað þér.

Hefur þú starfað á sjó í fimm ár eða lengur og vilt ná þér í stýrimanns- eða skipstjórnarréttindi? 

Raunfærnimat er hugsanlega eitthvað sem þú ættir að skoða.

Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni  sem þú býrð yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig þú aflaðir þér þinnar þekkingar og færni. Metið er upp í nám í skipstjórn B stigi (45 m skip). Þegar raunfærnimati er lokið fara þátttakendur í skóla og klára það sem upp á vantar.

Er þetta eitthvað fyrir þig?