Raunfærnimati á móti námskrá í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú að ljúka

Brúarnám fyrir leikskólaliða og stuðningsfulltrúa hafið á Norðurlandi vestra.

Brúarnám fyrir leikskólaliða og stuðningsfulltrúa er hafið á Norðurlandi vestra. Námið er skipulagt í samstarfi við SÍMEY - símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. 

Nú er fyrsta áfanga námsins, uppeldisfræði, lokið og næsti áfangi tekinn við sem er siðfræði. Námið er skipulagt sem svokallað ,,vendinám" eða  ,,spegluð kennsla", sem þýðir meðal annars að námsmenn hlusta á fyrirlestra um efnið heima, áður en þeir koma í tímana og síðan eru kennslustundirnar sjálfar nýttar í verkefnavinnu.

Nemendahópurinn kemur saman í Námsverum í Eyjafirði, Skagafirði, Blönduósi, Hólmavík og Ísafirði til að vinna sín verkefni.

Ekki er annað að sjá en að námið gangi vel.

Hjördís Inga og Lýdía.

Þóra Dögg og Þórdís Erla í Námsverinu á Blönduósi.

Jón Hörður, Erna og Anna.

Vökul augu framkvæmdastjórans.

Edda María og Hjördís Inga.

Guðrún Olga, Guðrún Brynja og Inga Dögg.

Selma og Bogdís.